EFLA býður upp á fæðingarstyrk

30.04.2024

Fréttir
Börn sitja fyrir framan föður.

EFLA býður nú starfsfólki sínu upp á fæðingarstyrk þegar það er í fæðingarorlofi. Með þessu vill EFLA leggja sitt af mörkum til að auðvelda starfsfólki að taka fæðingarorlof og samræma vinnu og einkalíf.

Samvera með börnum

Fæðingarstyrkurinn verður greiddur í allt að sex mánuði eða á meðan starfsfólk er í fæðingarorlofi. Markmið fæðingarorlofs er að tryggja foreldrum sem besta möguleika til samvista með börnum sínum á fyrstu æviárunum og jafnframt að tryggja börnum sem mesta nærveru með foreldrum sínum.

EFLA mun greiða starfsfólki sem er skráð í fæðingarorlof hjá Fæðingarorlofssjóði, fæðingarstyrk. Fæðingarorlofssjóður greiðir að jafnaði 80% af mánaðarlaunum, og mun EFLA greiða 20% styrk á móti mánaðarlega. Þannig vill EFLA jafna þá upphæð sem útreikningur á viðmiðunartímabili frá Fæðingarorlofssjóði byggir á.